Ósvífni

Eyjamenn eru beðnir að sýna biðlund þar til Baldur kemur til þess að leysa Herjólf af. Ekki erum við hér á sunnanverðum Vestfjörðum beðin afsökunar eða látinn vita með neinum fyrirvara að okkur sé kippt út úr öllum samgöngum með þessum áformum að taka Baldur af okkur. Kletthálsin og Hjallahálsin eru okkar faratálmar sem verða ófærir um leið og hreyfir vind. Vegagerðin ætti þá að sýna sóma sinn í því að passa það að halda opnu allan þann tíma sem Baldur verður í þjónustu eyjamanna. Þeir hafa hingað til ekki mokað eftir 5 á daginn og ekki á laugardögum,hingað er ekki heldur flogið á laugardögum. Héðan er líka fluttur fiskur sem þarf að komast í flug á réttum tíma alveg eins og frá eyjum, við fáum allar okkar vörur með fluttningabílum sem koma með Baldri. Þetta er bölvuð ósvífni í okkar garð.
mbl.is Baldur leysi Herjólf af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf tilsögn í landafræði

Ég veit ekki betur en að það séu rúmir 400 km frá Patreksfirði til Reykjavíkur. Á Patreksfirði var fæðingadeild en síðan var henni lokað svo konur héðan hafa val um að ferðast til Ísafjarðar,Akranes eða Reykjavíkur. Til Ísafjarðar er ekki hægt að komast nema hluta úr ári hægt væri að fljúga fyrst til Reykjavíkur og síðan til Ísafjarðar en kosnaðurinn myndi margfaldast,svo flestar kjósa að fara til Reykjavíkur. Ég á barnabarn sem fæddist á Patreksfirði 2002 og annað barnabarn er á leiðinni núna í desember en móðirinn þarf að fara suður núna fljótlega því von er á barninu 24 des og vegna samgönguleysis þá þarf hún að hafa góðan tíma,því auðvita er allra veðra von á þessum árstíma. Ég held að Guðbjartur Hannesson þyrfti að fá tilsögn í landafræði áður en að hann kemur með svona yfirlýsingar. Það er ekki hægt að tala um Vestfirði sem eina heild þó að það virki stutt út á landakorti í skrifstofu suður í Reykjavík það er himin og haf á milli samgöngulega séð.
mbl.is 250 km á næstu fæðingardeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til skammar

Það er til skammar hvernig komið er fyrir okkur hérna á suðursvæði Vestfjarða í vegamálum. Það er eins og við höfum verið sett í ruslflokk af ráðamönnum. Það er ekkert tilit tekið til þess að heimamenn vilja eins og allir aðrir eiga þess kost að keyra á malbikuðum láglendisvegum. Byrjað var að taka Baldur af okkur núna í lok ágúst til þess að þjóna Vestmannaeyjum og verður hann í því verkefni þar til Herjólfur kemur úr slipp í Danmörku. Þegar að vegagerðinn var spurð hvað úrlausna þeir hefðu ef það myndi lokast landleiðin til okkar á meðan vegna snjóa eða aurbleytu. Þá var svarið sem við fengum að við yrðum að keyra norður á Ísafjörð og svo þaðan til Patreksfjarðar þetta þýðir um 400 km lengri leið með öll aðföng til og frá svæðinu og helmingurinn að þeirri leið eru malavegir hálsar og heiðar. Síðan kom svarið frá Ögmundi sem var eins og blaut tuska í andlitið á okkur. Hann vill að við keyrum áfram yfir Ögmundahálsana alla. Er það virkilega komið svo fyrir okkur hér á Íslandi að við ætlum að taka hríslur og fugla framm yfir líf og limi okkar mannfólksins ? Nóg er nú samt.
mbl.is Vonast til að ráðherra komi með nýja tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattpíning ríkisstjórnarinnar.

Hvað með sjómannastéttina ?  Ætlar Ólína að skattpína þá sem vinna baki brotnu og fá kannski 1 túr sem fer yfir milljón og svo næstu eitthvað minna.   Ég er næsta viss um að það yrði fljótt flótti úr þeirri stétt,fólk gerir sér ekki grein fyrir hverskonar vinna þetta er um borð í frystitogara út á ballarahafi og unnið er alla daga langt umfram eðlilega vinnutíma.   Sjómenn eiga skilið gott kaup fyrir sína vinnu.   Þessi ríkisstjórn fer offari í geðræðislegum vinnubrögðum sínum án þess að hugsa um afleiðingarnar.   Þó að Ólínu sé persónulega uppsigað á útgerðamenn og sjómenn og vilji rústa greinini þá vona ég að hún fái þetta nú ekki í gegn. Ég er ekki að mæla með ofurlaunum bankastjóra sem mér finnst svívirða gagnvart almenningi í landinu,en það hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir svona lagað ef vilji er fyrir hendi,og eftirlit er haft með bönkunum.
mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegir vegir um sýsluna.

Þetta kemur ekki á óvart,flestir sem þurfa að keyra þessi vegi þekkja þetta.Eflaust getur einhver byrjað að hefja sölu á allavega varahlutum í bíla sem liggja meðfram þessum vegum.Ég sjálf hef þurft að kaupa dekk, felgu,og hluta á stuðara eftir eina ferð suður.Á þessari sömu leið í sumar fann ég frá öðrum sem höfðu týnt af bílunum sínum,hluta af stuðara af Landkrúser jeppa,rist af fellihýsi og hjólkopp.Vegagerðin er búin  að fella niður ferðir með Baldri á laugardögum og ekki er flogið á laugardögum,svo við höfum ekkert val annað en að keyra þessa hestatroðninga ef við þurfum að fara suður.Í fyrra var leyft að hefla 1 sinni það telst til tíðinda ef borið er ofaní vegina,vegagerðin ber því við að ekki sé hægt að ná í efni til ofaníburðar nem með svo miklum tilkostnaði. Fólk sem hingað kemur annarstaðar frá segja öll að þau hafi ekki trúað því að til væru svona vegir nú til dags.Mín skoðun er sú að það ætti að fella niður Bifreiðagjöld hjá okkur sem búum hér á þessu svæði meðan að ekki eru lagaðir vegirnir,því allur kostnaður við skemdir á bílum lendir á okkur en ekki vegagerðini sem ber af sér alla sök. Hvet samgöngu og sveitastjórnaráðherra að koma hingað akandi og segja svo við okkur íbúanna hvernig honum hafi tiltekist að keyra án þess að skemma einhvað í bílnum eða sprengt dekk.
mbl.is Líknarbelgir blésu út í holunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðið

Hvernig er hægt að mæla lestur fréttablaðsins á landsbyggðinni,þar sem það er ekki borið út ?Er tekin sú tala sem send er á sölustaði á landsbyggðinni,því ef svo er þá fer mest af því í ruslið því fólk er ekki að kaupa blaðið,þar sem aðrir fá það frítt.Svo ég er ekki að skilja þessa mælingu.
mbl.is Nær óbreytt notkun á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður það afturvirkt

Mér líst vel á þetta,og löngu orðið tímabært,vonandi verður þetta gert afturvirkt þannig að gömlu bankarnir þurfi ekki að greiða þessar kröfur sem þessir menn gera á þrotabúin.Og jafnvel á að gera menn ábyrgari í stjórnunarstöðum þannig að þeir læri af illa fenginni reynslu.
mbl.is Koma í veg fyrir ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Bára Margrét Pálsdóttir

Höfundur

Bára Margrét Pálsdóttir
Bára Margrét Pálsdóttir
55 ára húsmóðir 2 barna móðir og amma
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband