18.10.2010 | 14:36
Skelfilegir vegir um sýsluna.
Þetta kemur ekki á óvart,flestir sem þurfa að keyra þessi vegi þekkja þetta.Eflaust getur einhver byrjað að hefja sölu á allavega varahlutum í bíla sem liggja meðfram þessum vegum.Ég sjálf hef þurft að kaupa dekk, felgu,og hluta á stuðara eftir eina ferð suður.Á þessari sömu leið í sumar fann ég frá öðrum sem höfðu týnt af bílunum sínum,hluta af stuðara af Landkrúser jeppa,rist af fellihýsi og hjólkopp.Vegagerðin er búin að fella niður ferðir með Baldri á laugardögum og ekki er flogið á laugardögum,svo við höfum ekkert val annað en að keyra þessa hestatroðninga ef við þurfum að fara suður.Í fyrra var leyft að hefla 1 sinni það telst til tíðinda ef borið er ofaní vegina,vegagerðin ber því við að ekki sé hægt að ná í efni til ofaníburðar nem með svo miklum tilkostnaði. Fólk sem hingað kemur annarstaðar frá segja öll að þau hafi ekki trúað því að til væru svona vegir nú til dags.Mín skoðun er sú að það ætti að fella niður Bifreiðagjöld hjá okkur sem búum hér á þessu svæði meðan að ekki eru lagaðir vegirnir,því allur kostnaður við skemdir á bílum lendir á okkur en ekki vegagerðini sem ber af sér alla sök. Hvet samgöngu og sveitastjórnaráðherra að koma hingað akandi og segja svo við okkur íbúanna hvernig honum hafi tiltekist að keyra án þess að skemma einhvað í bílnum eða sprengt dekk.
Líknarbelgir blésu út í holunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Bára Margrét Pálsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 45
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.