Til skammar

Það er til skammar hvernig komið er fyrir okkur hérna á suðursvæði Vestfjarða í vegamálum. Það er eins og við höfum verið sett í ruslflokk af ráðamönnum. Það er ekkert tilit tekið til þess að heimamenn vilja eins og allir aðrir eiga þess kost að keyra á malbikuðum láglendisvegum. Byrjað var að taka Baldur af okkur núna í lok ágúst til þess að þjóna Vestmannaeyjum og verður hann í því verkefni þar til Herjólfur kemur úr slipp í Danmörku. Þegar að vegagerðinn var spurð hvað úrlausna þeir hefðu ef það myndi lokast landleiðin til okkar á meðan vegna snjóa eða aurbleytu. Þá var svarið sem við fengum að við yrðum að keyra norður á Ísafjörð og svo þaðan til Patreksfjarðar þetta þýðir um 400 km lengri leið með öll aðföng til og frá svæðinu og helmingurinn að þeirri leið eru malavegir hálsar og heiðar. Síðan kom svarið frá Ögmundi sem var eins og blaut tuska í andlitið á okkur. Hann vill að við keyrum áfram yfir Ögmundahálsana alla. Er það virkilega komið svo fyrir okkur hér á Íslandi að við ætlum að taka hríslur og fugla framm yfir líf og limi okkar mannfólksins ? Nóg er nú samt.
mbl.is Vonast til að ráðherra komi með nýja tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bára Margrét Pálsdóttir

Höfundur

Bára Margrét Pálsdóttir
Bára Margrét Pálsdóttir
55 ára húsmóðir 2 barna móðir og amma
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband